„Hafsjór spurninga“ er app í eigu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og er ætlað til kennslu á miðstigi í grunnskóla. Appið er samið af sérfræðingum miðstöðvarinnar og er sérstaklega hannað með þarfir nemenda í huga. Hugmyndin af „Hafsjór spurninga“ kviknaði hjá Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur, forstöðumanni miðstöðvarinnar, haustið 2020 og fékk verkefnið styrk frá Rannsóknarsjóði síldarútvegsins vorið 2021. Ráðin var inn verkefnastjóri, María Dís Ólafsdóttir, sem hélt utan um verkefnið og samdi kennsluefni. Forritun á appinu var unnin af tveimur B.S. nemendum sem lokaverkefni í tölvunarfræði. En það eru Berglind Anna Víðisdóttir og Moaz Salah. Sumarið 2022 fékkst styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og hélt Moaz því áfram það sumar með forritun. Myndbönd sem notuð eru í appinu eru fengin frá Erlendi Bogasyni, kafara, og Unni Ægis ehf. Appið var svo formlega gefið út haustið 2022.
Í appinu má finna fræðslukafla um fiska, skip og veiðarfæri. Auk myndbanda, krossaspurninga og rétt og rangt spurninga. Gert er ráð fyrir að appið muni stækka og þróast. Uppfærslur verða gerðar eftir þörfum til að tryggja gæði. Kennarar geta óskað eftir aðgangi að appinu og fá þá kennara aðgang þar sem þeir geta bætt inn sínum nemendum. Kennarar geta fylgst með árangri nemenda sinna í gegnum kennaraaðganginn og sett fyrir verkefni í gegnum appið.
Til að fá aðgang að appinu þarf að senda tölvupóst á mariadis@unak.is og taka fram fullt nafn, hvaða árgangi á að kenna og nafn á þeim skóla sem viðkomandi kennir við.
Kennaraaðgangurinn er aðgengilegur inn á hafsjor.sjavar.is