Fiskeldisskóli unga fólksins var formlega stofnaður árið 2021 og var þá kenndur á Vestfjörðum og Djúpavogi. Þróunarvinna hófst árið 2020 og var þá prufukennsla.
Fiskeldisskólinn er kenndur fjóra daga vikunnar og eru það starfsmenn vinnuskólanna sem sækja skólann á sínum vinnutíma. Dagskráin inniheldur m.a. glærusýningar og myndbönd, ýmsa leiki og þrautir, spil, tegundagreiningu eða skynmat og heimsóknir í fyrirtæki.